Ferðatæknimót EDIH-IS þann 17.janúar 2024

Þann 17. janúar n.k. fer fram fyrsta fyrirtækjastefnumót EDIH-IS og er það haldið í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann. Ferðatæknimótið leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra stafræna þróun ferðaþjónustunnar.

Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Við hvetjum áhugasama aðila um stafræna þróun ferðaþjónustunnar til að skrá sig á viðburðinn og bóka örstefnumót við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tækifyrirtæki til að kynna starfsemi sína fyrir mögulegum kaupendum innan ferðaþjónustunnar.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér

Styrkjaköll í Digital Europe, 22. nóvember 2023

Umsóknrfrestur vegna neðangreindra styrkjakalla hefur verið framlengdur til 22. nóvember 2023.

DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04 (6 topics):
Genome of Europe – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-GENOME
Coordination of AI sectorial testing and experimentation facilities – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-COORDINATEF
Developing citiverse – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-DEVELOPCITI
Highly secure collaborative platform for aeronautics and security industry – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-AEROSEC
Cloud IPCEI Exploitation office – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-IPCEI-EXPLOIT
Federated European Infrastructure for intensive care units’ (ICU) data – DIGITAL-2023-CLOUD-AI-04-ICU-DATA

DIGITAL-2023-PROGRAM-SUPPORT-04 (2 topics):
Support to Dissemination and exploitation (D&E) – DIGITAL-2023-PROGRAM-SUPPORT-04-DISSEM-EXPLOIT
Supporting the network of National contact points (NCPs) – DIGITAL-2023-PROGRAM-SUPPORT-04-NETWORK-NCPs