Ferðatæknimót EDIH-IS þann 17.janúar 2024

Þann 17. janúar n.k. fer fram fyrsta fyrirtækjastefnumót EDIH-IS og er það haldið í samstarfi við Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasann. Ferðatæknimótið leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimótið er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra stafræna þróun ferðaþjónustunnar.

Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Við hvetjum áhugasama aðila um stafræna þróun ferðaþjónustunnar til að skrá sig á viðburðinn og bóka örstefnumót við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tækifyrirtæki til að kynna starfsemi sína fyrir mögulegum kaupendum innan ferðaþjónustunnar.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér