Miðstöð stafrænnar nýsköpunar

European Digital Innovation Hub Iceland

Samstarfsverkefni um stafrænna nýsköpun á íslandi

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar eða EDIH (European Digital Innovation Hub) á Íslandi er samstarfsvettvangur sem sameinar innlenda sérfræðiþekkingu og getu í gervigreind, notkun ofurtölva og netöryggi til að efla stafræna nýsköpun, bæði í opinbera og einkageiranum. Samstarfsnetið miðar að því að stuðla að stafrænni umbreytingu í hinum ýmsum atvinnugreinum.  Miðstöðin er brú á milli Íslands og Evrópu.  Þar sem umferðin gengur í báðar áttir. Okkar tilboð til Evrópu er Ísland sem tilraunamarkaður.

Samstarfsaðilar

Þróið og prófið

EDIH veitir fyrirtækjum og stofnunum  tækifæri til að gera tilraunir með háþróaða tækni áður en þau leggja í stórar fjárfestingar og draga með því úr áhættu og hvetja til nýsköpunar.

Áherslan er á stafrænnar umbreytingar á sviði gervigreindar, ofurtölva og tölvuöryggi.

Menntun og fræðsla

Menntun og fræðsla til að byggja upp getu og nýtingu háþróaðrar tækni í gervigreind, ofurtölvum og netöryggi fyrir bæði opinbera- og einkageirann. Markmiðið er að flýta fyrir stafrænni umbreytingu innan aðildarríkja Evrópusambandsins.

Fjármögnun og styrkir

Að tryggja fjárfestingu og fá aðgang að fjármögnun eru lífsnauðsynleg fyrir vöxt allra lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Miðstöðin veitir alhliða stuðning við að finna fjármögnun fyrir stafræn verkefni með áherslu á Evrópska umhverfið.

Samvinna og tengslanet

Tengslanet miðstöðvarinnar
stuðlar að öflugu vistkerfi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs bæði innlendis og erlendis.

Samvinna og tengslanet milli nemenda, vísindamanna, frumkvöðla og leiðtoga iðnaðarins.


Nýjustu Fréttir

Hér veitum við innsýn í helstu fréttir og verkefni á vegum EDIH á Íslandi.

28 Jun, 2024
Ólafur Magnússon tæknistjóri Nova ræðir stöðuna á fjarskiptamarkaði með tilliti til þráðlausra tenginga.
12 Jun, 2024
ÞANN 26. OG 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI STANDA RANNÍS OG MIÐSTÖÐ STARFÆNNAR NÝSKÖPUNAR Á ÍSLANDI, EDIH-IS, FYRIR NÁMSKEIÐI UM FJÁRMÁL OG UPPGJÖR VERKEFNA Í HORIZON EUROPE.
03 Jun, 2024
Skoðaðu lista yfir áhugaverða viðburði í júní
09 Apr, 2024
EDIH-IS býður ykkur öllum á Kynningu á gervigreind fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, atvinnugreinar og opinberar stofnanir.
02 Apr, 2024
Netárásir og áfallaþol á tímum stafrænna ógnana
Nokkrar myndir frá viðburðinum
13 Mar, 2024
Góð mæting var á viðburðinn „Hvernig finn ég fjárfestana?“ sem haldinn var í Grósku í byrjun mars.
Sjá fleiri fréttir

Auðvarp - Nýsköpun, vísindin & við, er vettvangur umfjöllunar og samtals á sviði tækniyfirfærslu, nýsköpunar, vísinda, viðskipta og góðra hugmynda. Lögð er áhersla á umfjöllun á sviði gervigreindar, ofurtölva og netöryggis. Áhugaverðir viðmælendur og skemmtileg umfjöllun um það sem við erum að fást við. 

AUÐVARP hlaðvarp

Share by: