Miðstöð stafrænnar nýsköpunar

European Digital Innovation Hub Iceland

Samstarfsverkefni um stafrænna nýsköpun á íslandi

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar eða EDIH (European Digital Innovation Hub) á Íslandi er samstarfsvettvangur sem sameinar innlenda sérfræðiþekkingu og getu í gervigreind, notkun ofurtölva og netöryggi til að efla stafræna nýsköpun, bæði í opinbera og einkageiranum. Samstarfsnetið miðar að því að stuðla að stafrænni umbreytingu í hinum ýmsum atvinnugreinum.  Miðstöðin er brú á milli Íslands og Evrópu.  Þar sem umferðin gengur í báðar áttir. Okkar tilboð til Evrópu er Ísland sem tilraunamarkaður.

Samstarfsaðilar

Þróið og prófið

EDIH veitir fyrirtækjum og stofnunum  tækifæri til að gera tilraunir með háþróaða tækni áður en þau leggja í stórar fjárfestingar og draga með því úr áhættu og hvetja til nýsköpunar.

Áherslan er á stafrænnar umbreytingar á sviði gervigreindar, ofurtölva og tölvuöryggi.

Menntun og fræðsla

Menntun og fræðsla til að byggja upp getu og nýtingu háþróaðrar tækni í gervigreind, ofurtölvum og netöryggi fyrir bæði opinbera- og einkageirann. Markmiðið er að flýta fyrir stafrænni umbreytingu innan aðildarríkja Evrópusambandsins.

Fjármögnun og styrkir

Að tryggja fjárfestingu og fá aðgang að fjármögnun eru lífsnauðsynleg fyrir vöxt allra lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Miðstöðin veitir alhliða stuðning við að finna fjármögnun fyrir stafræn verkefni með áherslu á Evrópska umhverfið.

Samvinna og tengslanet

Tengslanet miðstöðvarinnar
stuðlar að öflugu vistkerfi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs bæði innlendis og erlendis.

Samvinna og tengslanet milli nemenda, vísindamanna, frumkvöðla og leiðtoga iðnaðarins.


Nýjustu Fréttir

Hér veitum við innsýn í helstu fréttir og verkefni á vegum EDIH á Íslandi.

11. nóvember 2024
Opinn hátíð um gervigreind þar sem fjallað er um alþjóðlega þróun
11. nóvember 2024
Opni Háskólinn í samstarfi við CADIA, EDIH og IIIM standa fyrir viðburði þar sem fjallað verður um síbreytilegt landslag hagnýtrar gervigreindar og vélanáms
16. október 2024
Hagstofa Íslands í samstarfi við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar efnir til ráðstefnu um þróun íslenska gagnavistkerfisins.
10. október 2024
Taktu þátt í hálfsdags Master Class þann 24.október næstkomandi
9. október 2024
styrkleikamerki að birta öryggisveikleika
4. október 2024
Viltu efla þekkingu þína á englafjárfestingum? Lærðu að stíga fyrstu skrefin og setja þér stefnu og markmið með hjálp reyndra englafjárfesta.
Sjá fleiri fréttir

Auðvarp - Nýsköpun, vísindin & við, er vettvangur umfjöllunar og samtals á sviði tækniyfirfærslu, nýsköpunar, vísinda, viðskipta og góðra hugmynda. Lögð er áhersla á umfjöllun á sviði gervigreindar, ofurtölva og netöryggis. Áhugaverðir viðmælendur og skemmtileg umfjöllun um það sem við erum að fást við. 

AUÐVARP hlaðvarp

paper_plane

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

OG FÁÐU FRÉTTIR AF ÞEIM VIÐBURÐUM SEM FRAMUNDAN ERU

Share by: