Miðstöð stafrænnar nýsköpunar

European Digital Innovation Hub Iceland

Samstarfsverkefni um stafræna nýsköpun á íslandi

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar eða EDIH (European Digital Innovation Hub) á Íslandi er samstarfsvettvangur sem sameinar innlenda sérfræðiþekkingu og getu í gervigreind, notkun ofurtölva og netöryggi til að efla stafræna nýsköpun, bæði í opinbera og einkageiranum. Samstarfsnetið miðar að því að stuðla að stafrænni umbreytingu í hinum ýmsum atvinnugreinum.  Miðstöðin er brú á milli Íslands og Evrópu.  Þar sem umferðin gengur í báðar áttir. Okkar tilboð til Evrópu er Ísland sem tilraunamarkaður.

EDIH-IS SAMANSTENDUR AF:

Þróið og prófið

EDIH veitir fyrirtækjum og stofnunum  tækifæri til að gera tilraunir með háþróaða tækni áður en þau leggja í stórar fjárfestingar og draga með því úr áhættu og hvetja til nýsköpunar.

Áherslan er á stafrænnar umbreytingar á sviði gervigreindar, ofurtölva og tölvuöryggi.

Menntun og fræðsla

Menntun og fræðsla til að byggja upp getu og nýtingu háþróaðrar tækni í gervigreind, ofurtölvum og netöryggi fyrir bæði opinbera- og einkageirann. Markmiðið er að flýta fyrir stafrænni umbreytingu innan aðildarríkja Evrópusambandsins.

Fjármögnun og styrkir

Að tryggja fjárfestingu og fá aðgang að fjármögnun eru lífsnauðsynleg fyrir vöxt allra lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Miðstöðin veitir alhliða stuðning við að finna fjármögnun fyrir stafræn verkefni með áherslu á Evrópska umhverfið.

Samvinna og tengslanet

Tengslanet miðstöðvarinnar
stuðlar að öflugu vistkerfi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs bæði innlendis og erlendis.

Samvinna og tengslanet milli nemenda, vísindamanna, frumkvöðla og leiðtoga iðnaðarins.


Nýjustu Fréttir

Hér veitum við innsýn í helstu fréttir og verkefni á vegum EDIH á Íslandi.

25. júní 2025
Taktu daginn frá fyrir Nordic HPC Summit 2025!
24. júní 2025
Opið fyrir umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) til að efla netöryggi
27. maí 2025
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) stendur fyrir kynningu á gervigreind
24. maí 2025
Háskólinn í Reykjavík mun næsta haust í fyrsta sinn bjóða upp á meistaranám í gervigreind við tölvunarfræðideild skólans. Þótt HR hafi um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum á gervigreind er um nýja námsleið að ræða og viðbót við það framhaldsnám sem er nú þegar kennt við tölvunarfræðideild. Meistaranám í gervigreind er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. „Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með þessu nýja meistaranámi í gervigreind leggjum við í HR okkar lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina,“ segir Henning Arnór Úlfarsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar HR. Samhliða þessari nýju námslínu hefur verið settur á laggirnar styrkur til meistaranáms í gervigreind með áherslu á máltækni (MSc in Artificial Intelligence with an emphasis on Language Technology; AILT). Styrkurinn er nefndur eftir Baldri Jónssyni heitnum, prófessor í íslenskum fræðum, en hann leiddi fyrsta máltækniverkefnið sem unnið var á Íslandi. Í ár eru 50 ár frá því að niðurstöður verkefnisins voru gefnar út í verkinu „Tíðni orða í Hreiðrinu: tilraunaverkefni í máltölvun“ árið 1975. Vegna þessa verkefnis er íslensk máltækni því 50 ára í ár. Styrkupphæð er sem nemur skólagjöldum meistaranema og er veittur til eins árs í senn. Styrkurinn verður endurnýjaður fyrir síðara árið í náminu ef styrkþegi sýnir góða frammistöðu í námi. Styrkhæfni verður metin út frá menntun, viðeigandi bakgrunni og innsendum gögnum. Hér er hægt að finna frekari upplýsingar um námið og tengil á skráningu.
13. maí 2025
Pallborðsumræður og Happy Hour í boði Defend Iceland.
5. maí 2025
A three series workshop on parallel computing and AI using large compute resources.
Sjá fleiri fréttir

Auðvarp - Nýsköpun, vísindin & við, er vettvangur umfjöllunar og samtals á sviði tækniyfirfærslu, nýsköpunar, vísinda, viðskipta og góðra hugmynda. Lögð er áhersla á umfjöllun á sviði gervigreindar, ofurtölva og netöryggis. Áhugaverðir viðmælendur og skemmtileg umfjöllun um það sem við erum að fást við. 

AUÐVARP hlaðvarp

paper_plane

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

OG FÁÐU FRÉTTIR AF ÞEIM VIÐBURÐUM SEM FRAMUNDAN ERU