Fjármál, uppgjör og utanumhald verkefna í Horizon Europe

/

ÞANN 26. OG 27. JÚNÍ NÆSTKOMANDI STANDA RANNÍS OG MIÐSTÖÐ STARFÆNNAR NÝSKÖPUNAR Á ÍSLANDI, EDIH-IS, FYRIR NÁMSKEIÐI UM FJÁRMÁL OG UPPGJÖR VERKEFNA Í HORIZON EUROPE.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur, uppgjör og önnur grundvallaratriði er varða utanumhald verkefna í Horizon Europe. Námskeiðið stendur frá klukkan 9:00-17:00 báða dagana.


Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fjármálastjórum, verkefnastjórum, rannsóknastjórum og öðrum sem hafa aðkomu að verkefnum á vegum Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins.


Leiðbeinandi er Raphael de Vivans sérfræðingur EFMC með áherslu á fjármál og uppgjör.

  • Hámarksfjöldi þátttakenda er 30
  • Tími: 26 og 27 júní 2024, klukkan 9:00 – 17:00 báða dagana
  • Staður: Salurinn Gallerí á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík
  • Námskeiðsgjald: 60.000 kr.
  • Innifalið: námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffiveitingar

fleiri greinar

26 Aug, 2024
Eyvör hleypir netöryggisstyrk af stokkunum! Allt að 9 milljónir í styrk og 80% verkefnis fjármagnað – umsóknarfrestur til 1. Október 2024.
21 Aug, 2024
Styrknum er ætlað að efla netvarnir hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem og opinberum stofnunum í sama stærðarflokki.
28 Jun, 2024
Ólafur Magnússon tæknistjóri Nova ræðir stöðuna á fjarskiptamarkaði með tilliti til þráðlausra tenginga.
Sjá meira
Share by: