/
EDIH-IS var stoltur stuðningsaðili viðburðarins STEMming 2025 á vegum Women Tech Iceland á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ´í ´ár.
Ósk Heiða Sveinsdóttir, stjórnarmeðlimur Women Tech Iceland og forstöðumaður þjónustu- og markaða hjá Póstinum, stjórnaði viðburðinum af mikilli snilld. Ingunn Sigurpálsdóttir talaði fyrir hönd EDIH-IS og fjallaði um það hvað það er sem EDIH gerir og hvernig við styðjum stafræna umbreytingu og nýsköpun. Ólöf Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Taktikal, sagði einnig nokkur orð, en til viðbótar við EDIH-IS styrktu Taktikal og Vinnustofa Kjarval viðburðinn.
Við þökkum Women Tech Iceland og öllum sem komu að þessum flotta viðburði, það var sannkallaður heiður fyrir EDIH að fá að taka þátt.
STEMming er hluti af Kvennaári 2025, sem er árs löng hátíð til að minnast 50 ára afmælis Kvennaverkfallsins.
Myndir: Katarzyna Ptak