/
Markmið styrksins er að efla netöryggisgetu á landsvísu og er ætlað að efla aðlögun og innleiðingu á nýjum netöryggislausnum og hönnun þeirra meðal íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila. Umsóknarfrestur er 17. mars nk. kl. 15:00.
Við styrkveitingu verður lögð áhersla á eftirfarandi flokka:
Hámarksstyrkur verkefna er níu milljónir króna og er gerð krafa um 20% mótframlag frá styrkhöfum. Umsækjendum er bent á úthlutunarreglur og handbók sem finna má á vef Rannís sem fer með umsýslu styrksins fyrir hönd Eyvarar.
Fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn og veltu undir 50 milljónum evra eða efnahagsreikning undir 43 milljónum evra geta sótt um styrkinn. Einnig mega opinberar stofnanir sækja um styrkinn óháð stærð.
Umsóknarfrestur er 17. mars n.k. kl. 15:00.