Viðburður: AI & Society: Bridging Innovation and Responsibility

/

Opni Háskólinn í samstarfi við CADIA, EDIH og IIIM standa fyrir viðburði þar sem fjallað verður um síbreytilegt landslag hagnýtrar gervigreindar og vélanáms

Opni Háskólinn í HR ásamt Gervigreindarsetri HR (CADIA), EDIH (European Digital Innovation Hubs Network) og Vitvélastofnun Íslands (IIIM) standa fyrir Gervigreindarhátíð (Reykjavik AI Festival) í janúar sem ber heitið "AI & Society: Bridging Innovation and Responsibility".


Dagsetning: 17. janúar 2025

Tímasetning: 8:00-13:00

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík

Skráning: Skráning fer fram á heimasíðu Opna Háskólans


Á ráðstefnunni gefst fagfólki úr atvinnulífinu, tæknigeiranum, opinberri þjónustu og stjórnsýslu einstakt tækifæri til að eiga samtal við sérfræðinga um þær hröðu framfarir sem eru að eiga sér stað á sviði gervigreindar. Fjallað verður um alþjóðlega þróun en sérstök áhersla lögð á þau tækifæri og þá áhættu sem minni lönd og tungumálasamfélög standa frammi fyrir.


Breiður hópur innlendra og alþjóðlegra fyrirlesara kemur fram en auk þess verða pallborðsumræður og sýningar. Fjallað verður um síbreytilegt landslag hagnýtrar gervigreindar og vélanáms. 


Meðal umfjöllunarefna:  
- Ábyrg þróun gervigreindar
- Mögulegar væntingar samanborið við raunverulega framleiðni gervigreindar
- Ásættanleg áhætta við notkun gervigreindar 
- Notkun gervigreindar hjá litlum fyrirtækjum 
- Skammtíma áhættur á borð við brot á persónuvernd samanborið við tilsvistaráhættu


Viðburðurinn er byggður upp í kringum fjögur meginþemu - gervigreind og sprotafyrirtæki, heilbrigðismál, stjórnsýslu og netöryggi - og hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggilegu samtali um hvernig nýta og reglubinda megi gervigreind á árangursríkan hátt. Lögð verður áhersla á persónuvernd, sanngirni og gagnsæi á sama tíma og reynt verður að hámarka ávinning af notkun gervigreindar á sviðum á borð við heilbrigðisþjónustu, orkumál og loftslagsstefnu.


Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig. Hlekk á skráningu er að finna hér.

IN OTHER NEWS

12. mars 2025
Celebrating Women, Non-binary, and Gender Diverse people in STEM!
7. mars 2025
Welcome to STEMming 2025!
12. febrúar 2025
Rannís, Eyvör (NCC-IS), and the European Digital Innovation Hub in Iceland (EDIH-IS) invite you to the event "Guardians against Cyber Entities – Strengthening the Digital Fortress!" on Monday, February 17, at Fenjamýri, Gróska.
SEE MORE
Share by: