/
CADIA AI hátíðin í Reykjavík mun fjalla um alþjóðlega þróun og leggja áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem minni lönd og tungumálasamfélög standa frammi fyrir. Hátíðin býður upp á einstakt tækifæri fyrir fagfólk úr atvinnulífi, tækni, opinberri þjónustu og stjórnsýslu til að eiga samtal við sérfræðinga um hraðar framfarir og nýjustu stefnur í gervigreind. Hátíðin mun einnig kynna það nýjasta á sviði gervigreindar.
Dagsetning: 17. janúar, 2025
Tímasetning: 13:00-17:00
Staðsetning: Háskólinn í Reykajvík
Hátíðin er ókeypis og opin fyrir alla áhugasama. Engin skráning nauðsynleg.